Naglarútínan mín!

1535461_301562166714953_402350441824631244_n

Mér finnst voðalega gott að setjast inn í dekurherbergi, kveikja á góðri tónlist og lakka og snyrta á mér neglurnar. Ég skrifaði niður rútínuna mína þegar ég ákveð að dekra við neglurnar mínar.

1.  Fjarlægja gamalt naglalakk: Ég nota acetone frían naglalakkaeyði til að fjarlægja lakkið vegna þess að það fer töluvert betur með neglurnar en hreint acetone. Ég stelst þó til að nota hreint acetone þegar ég er með glimmerlökk sem erfitt er að ná af nöglunum. Í augnablikinu er ég að nota naglalakkaeyði frá Masglo sem er steinefna- og E-vítamínbætur.

2.  Þvo og skrúbba neglur: Næst er ferðinni heitið inn á bað þar sem ég nota milda handsápu, mér finnst einnnig gott að nota naglabursta og skrúbba naglabeðið sem og húðina í kringum neglurnar. – Ef blettir eru á nöglunum eftir naglalakk er gott að nota gamlan tannbursta/naglabursta og hvíttunar tannkrem og skrúbba neglurnar og flestir blettir ættu að hverfa.

3.  Snyrta naglabönd: Ég nota „cuticle remover“ til þess að mýkja upp naglaböndin, næst nota ég sérstakt tól til að ýta naglaböndunum upp og svo klippi ég það sem stendur upp úr með naglabandaskærum.

4.  Móta neglur: ég vill hafa mínar neglur „ferkantaðar“ frekar en rúnaðar. Næst nota ég buffer (sem er eins konar mjúk naglaþjöl) og tek allan glans af nöglinni til þess að naglalakkið fái betri festu á nöglinni (alls ekkert möst, ef ykkur er illa við að pússa ofan á neglurnar þá skuluð þið sleppa þessu). Ég passa mig á því að pússa alls ekki mikið, bara ein til tvær strokur yfir nöglina.

5.  Base coat: Ég set alltaf grunn undir litað lakk til að vernda og styrkja neglurnar. Í augnablikinu er ég að nota grunnlakk með sítrónu og hvítlauk sem á að vera voðalega gott fyrir neglurnar.

6.  Velja lit: þetta er klárlega uppáhalds skrefið mitt í öllu ferlinu! Ég set alltaf tvær frekar þunnar umferðir af lakki.

7.  Glans: Ég klára alltaf lökkunina með topcoat-i.

8.  Hreinsa í kringum neglur: þetta er eitt mikilvægasta skrefið til þess að handsnyrtingin lúkki „proffesional“ ef naglalakkið er út um alla putta virðist það ekki mjög fagmannlega gert. Til þess að þrífa húðina og naglabandið nota ég eyeliner bursta og naglalakkaeyði og hreinsa varlega í kringum nöglina

9.  Handáburður og naglabandaolía: fyrir naglaböndin finnst mér mjög gott að nota hvaða olíu sem ég á, hvort sem það er naglabandaolía eða bara kókosolía úr eldhúsinu og nudda vel naglaböndin alltaf þegar mér finnast naglaböndin vera örlítið þurr. Á hendurnar nota ég svo rakagefandi handáburð, helst með mjög góðri lykt.

Hér er hluti af efnunum og tólunum sem ég nota:
– Steinefnabættur naglalakkaeyðir
– E-vítamínbættur naglalakkaeyðir
– Cuticle pusher
– Grunnlakkið með hvítlauk og sítrónu

feee dddd fffd fe

Vona að þið getið notað eitthvað ef ekki allt úr naglarútínunni minni og dekrað aðeins við sjálf/ar ykkur, við eigum það svo skilið!

XO
– Freyja María

Advertisements

4 thoughts on “Naglarútínan mín!

  1. Pingback: 1 Seconde nail enamel | manicure lover

  2. Pingback: The Body Shop Colour Crush | manicure lover

  3. Pingback: Steinar á nöglum | manicure lover

  4. Pingback: Love Story naglalakk frá INGRID cosmetics | manicure lover

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s