Hologram naglalakk frá Make Up Store

6Ég kíkti í dag á Margréti í Make Up Store, Smáralind og hún sýndi mér flott hologram naglalökk

Hologram naglalökkin hafa verið vinsæl í einhvern tíma og ég trúi því varla hvað ég var lengi að skella mér á þessa tísku. Ég hafði fyrir þetta ekki keypt mér hologram lakk vegna þess að ég hélt aldrei að þau væru eins flott og í umbúðunum, hélt að þetta yrði hálfgert „pinterest fail“ eins og svo margt sem lúkkar svo vel á myndum.

Ég á erfitt með að útskýra hvað hologram er en naglalakkið er í ákveðnum litatón en um leið og ljós skín á neglurnar birtast allir regnbogans litir í naglalakkinu.
Ég valdi mér litinn Greta sem er silfrað og með hologram naglalökkunum frá Make Up Store er mælt með því að kaupa ákveðið Aqua Fix Base coat til þess að lakkið fái að njóta sín sem best.

Ég byrjaði á því að lakka eina umferð af Aqua Fix grunnlakkinu leyfði því að þorna og svo eina af lakkinu Greta, ég hefði vel getað stoppað þar en ég ákvað að skella annarri umferð á.

Ég las mér aðeins til á netinu og þar var ekki mælt með því að setja Top coat yfir en ég ákvað að prófa hvort áferðin myndi breytast ef ég myndi setja topcoat yfir bara svo það myndi endast betur og það breytti engu svo ég mæli klárlega með því að skella einni umferð af top coat-i yfir ef þið viljið að að endist aðeins lengur.
Áferðin á naglalakkinu var mjög fín og einfalt var að lakka neglurnar með því pensillinn á naglalökkunum frá Make Up Store einnig virkilega fínn, passlega breiður og þéttur.

Hér er útkoman á Hologram naglalakkinu frá Make Up Store og varð ég sko ekki fyrir neinum vonbrigðum!
Lakkið er jafn fallegt á nöglunum ef ekki fallegra en í flöskunni. Það er til annar litur sem ég hugsa að ég verði einfaldlega að ná mér í.

10707994_10152325027446053_1225170098_n
Hér sést grunnlakkið og liturinn Greta

4Grunnlakkið komið á neglurnar,
það virðist verða eins konar base coat og því sleppti
ég mínu venjulega base coat-i
5
Fyrsta umferðin komin á neglurnar og eins og sést
er lakkið alveg þekjandi og væri vel hægt að sleppa annarri umferð
6
Neglurnar tilbúnar og ég er himinlifandi…
XO
– Freyja María

Advertisements

3 thoughts on “Hologram naglalakk frá Make Up Store

 1. Ég á eitt svona og mér finnst þetta aldrei verða flott á mér, koma alltaf svæði sem eru ójöfn…get ekki alveg útskýrt þetta en þetta gerist ekki með nein önnur naglalökk, kannski er þetta að gerast af því ég keypti ekki þetta base coat, nota samt alltaf base coat en ekki þetta frá MUS.

  Like

  • Ég las mér einmitt aðeins til á netinu áður en ég prófaði og þar komst ég að því að ef maður sleppir Aqua fix undirlakkinu þá geta komið “Bald spots” á neglurnar… myndi klárlega splæsa í hitt með fyrst þú ert búin að kaupa litinn, vel þess virði…
   Annars geturðu prófað að setja venjulegt glært naglalakk því á sumum holo lökkum virðist það vera nóg.

   -Freyja María

   Like

 2. Pingback: Make up store tilboð! | manicure lover

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s