The Body Shop Colour Crush

10711161_10152336242076053_1922934680_n

Ég kíkti við í The Body Shop um daginn og sá svolítið sem ég hafði aldrei tekið eftir áður þar, naglalökk!

Naglalökkin eru 24 samtals, 1 base&topcoat og 23 fallegir litir, rauðir tónar, bleikir, fjólubláir, bláir, grænir, gráir, nude og margt þar á milli, ég hugsa að allir ættu að finna sér eitthvað við hæfi í þessari línu frá The Body Shop. Naglalökkin eru einnig “5 free”. Ef þú vilt lesa meira um hvaða eiturefni geta verið í naglalökkum getur þú skoðað það hér.
The Body Shop Colour Crush™ Nail Polish

Einnig er kominn naglalakkseyðir með möndluolíu og finnst mér alveg frábært að hann sé án acetone þar sem það þurrkar upp húðina í kringum neglurnar. lyktin af möndluolíunni er virkilega sæt og góð og alls ekki þessi týpíska, sterka naglalakkseyðislykt.

Möndluolían nærir vel naglaböndin og fannst mér gott að nudda henni aðeins í naglaböndin þegar ég þreif fyrra lakk af nöglunum.
ATH. Passa þarf að þvo vel hendurnar eftir notkun á naglalakkseyðinum vegna olíunnar í honum. Annars gæti naglalakkið haldist illa á nöglunum.

10722289_10152336244816053_1426049437_o

Dotting tool er einnig nýjung hjá The Body Shop, á öðrum enda þess er stór kúla en á hinum töuvert minni, en sá endi virkar einnig til þess að gera línur.

Mér finnst mjög spennandi að undirlakkið og yfirlakkið sé ein og sama varan og skil ég ekki alveg hvernig það virkar, þar sem undirlakkið er eins konar “lím” sem heldur í litinn sem fer ofan á og yfirlakkið eins konar “gler” sem ver lakkið fyrir daglegu amstri.

Ég fylgi skrefum 1-4 í naglarútínunni minni sem þið getið skoðað hér en í staðinn fyrir minn venjulega naglalakkseyði nota ég þennan frá The Body Shop eins og ég sagði ykkur frá hér fyrir ofan.
Næst set ég undir/yfirlakkið og leyfi því að þorna.

Ég ákvað að gera frekar glaðar og sumarlegar neglur þrátt fyrir haustveðrið sem er búið að vera og á víst að vera áfram næstu daga.
Ég setti litinn Peach Babe á alla fingurnar nema baugfingur, þar setti ég litinn Pink Cream sem er mjög gegnsær neutral litur sem væri fullkminn í klassískt french manicure.

Á baugfingur gerði ég lítil blóm með dotternum (skreytingartólinu) og litunum Crimson Kiss og Just Peachy í miðjuna á blómunum notaði ég sama og á hina fingurna og innst notaði ég svarta litinn sem heitir Smoky Rose.

Ég setti saman mynd sem sýnir hvernig ég gerði blómin skref fyrir skref, mér finnst fallegast þegar blómin eru ekki öll eins.
Á hina 8 fingurna setti ég eina doppu við naglabandið með stærri kúlunni og eina fyrir ofan með minni kúlunni.

Hér er myndin

10717455_10152336231216053_1200300142_n

XO
-Freyja María

 

Advertisements

One thought on “The Body Shop Colour Crush

  1. Pingback: Must have nail art tools | manicure lover

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s