Vintage rósir

10728879_10152382038616053_793467476_n

Mig langaði ofboðslega að gera einhverjar “girly” neglur en ekki skærbleikar útúr blingaðar neglur heldur frekar eitthvað aðeins meira rómó og gamaldags og fannst rósir og rendur tilvaldar í það.

Ég setti saman smá mynd sem útskýrir hvernig ég gerði bæði rendurnar og rósirnar.

10744786_10152382044741053_187813818_n

Röndóttar neglur: Í rendurnar notaði ég “striping tape” sem ég panta frá ali express eins og svo margt annað af naglaskrautinu mínu, þetta er hræódýrt en hægt að nota það á ótal vegu. Ég kem pottþétt til með að sýna ykkur fleiri skreytingar með þessum límböndum.
Ég byrjaði á því að lakka fyrst baugfingur hvítan og setti topplakk yfir og leyfði því að þorna vel. Næst límdi ég límbandið á nöglina með ca jafn miklu millibili (ca jafnbreiðu og límbandið), passaði svo að þrýsta því vel niður til þess að bláa lakkið leki ekki undir, lakkaði svo eina umferð af bláa yfir og tók svo límbandið af meðan lakkið var enn blautt.

Ef þið eigið ekki til striping tape getið þið auðvitað teiknað þær bara fríhendis með þunnum pensli.

Rósóttar neglur: Ég byrjaði á því að lakka löngutöng ljósbláa og leyfði því að þorna vel. Mér finnst betra að nota akrílmálningu í skreytingar svo ég blandaði mér fölbleikan lit og setti þokkalega stórar doppur með dotting tool yfir alla nöglina. Næst blandaði ég ljósgrænan og notaði pínulítið dotting tool og gerði lítil laufblöð við barmana á bleiku doppunum.
Þegar það var orðið þurrt blandaði ég bleikan sem var aðeins dekkri en fyrri bleiki liturinn og notaði ofur þunnan pensil til þess að gera útlínur á rósablöðunu, eins og þið sjáið á myndunum þá eru rósirnar alls ekki fullkomnar og engar tvær eins, en þannig eru rósir bara.

Eftir að allt var orðið þurrt þá setti ég topplakk yfir og voilá!
Ég skreytti hægri hendina með vinstri en það er ekkert mál með þetta skraut því eins og ég sagði ykkur hér fyrir ofan þarf þetta alls ekki að vera fullkomið til þess að þetta líti vel út!
Ég vona innilega að ykkur líki og ef þið ákveðið að prófa, endilega taggið mig á instagram #manicurelovericeland

XO

-Freyja María

Advertisements

One thought on “Vintage rósir

  1. Pingback: Must have nail art tools | manicure lover

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s