Barry M Gelly nail paint

gelly_nail_paint_8_g_7b72a3_1024x1024

Mig hafði lengi langað til að prófa naglalakk frá Barry M svo ég skellti mér á litinn Grapefruit úr Gelly línunni frá þeim.
Lakkið keypti ég á Fotia.is. Ég skoðaði instagramið hjá þeim og sá að bloggari hafði skrifað hvað henni fyndist lakkið frábært og að það þyrfti bara eina umferð og þá ætti allt að vera ready. Ég þoli ekki þegar fyrirtæki auglýsa vörur á röngum forsendum. Til dæmis þegar því er lofað að naglalakk þurfi bara eina umferð til að þekja vel… þau hjá Barry M ljúga ekki! Ég er mjög krítísk á svona loforð frá fyrirtækjum en þetta stóð svo sannarlega við sitt.

10744887_10152420990456053_471375188_n
Eftir eina umferð af litnum Grapefruit frá Barry M

5. nóvember 2014
Ásetning

Ég byrjaði á því að fara eftir skrefum 1-5 í naglarútínunni minni sem þið getið sér hér.
Næst byrjaði ég að lakka mig með Gelly naglalakkinu, ég fann strax fyrir því að lakkið er töluvert þykkari formúla en öllur naglalökk, meina það alls ekki á slæman hátt en maður verður að vera þokkalega snöggur að lakka hverja nögl því það þornar á núll einni!
Ég kláraði að setja á mig fyrstu umferð og fannst það meira en nóg! Ég ákvað að setja topp lakk yfir.
Frábært! nú er bara að sjá hvernig það endist.

8. nóvember 2014

Ég sá ekki tilgang í því að uppfæra hvernig að var að endast 6.nóv né 7. nóv vegna þess að lakkið var nákvæmlega eins og daginn sem ég setti það á mig.  Í dag tók ég eftir að það var smá lakk varið á miðri nögl hægri þumals en finnst mér ansi líklegt að ég hafi notað þumalinn í að opna eitthvað eða rekið hann í þar sem allar hinar neglurnar eru í nákvæmlega sama ástandi og daginn sem ég setti það á mig. Læt ykkur vita á morgun hver staðan er á lakkinu.

9. nóvember 2014

Staðan á lakkinu er nákvæmlega eins og í gær; níu neglur eru óaðfinnanlegar og ein með smá broti.  Hingað til get ég alls ekki kvartað!

10752122_10152420988471053_392317634_n
Hér eru myndir af lakkinu eins og það er í dag, 9. nóvember og finnst mér það alveg óaðfinnanlegt fyrir utan brotið á þumlinum

Ég uppfæri færsluna eftir hvern dag

Ég vona innilega að ykkur líki og ef þið ákveðið að prófa, endilega taggið mig á instagram #manicurelovericeland

XO

-Freyja María

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s