Must have nail art tools

Ég ákvað að taka saman smá lista yfir hlutina sem mér finnst must að eiga fyrir skvísur sem finnst gaman að skreyta á sér neglurnar.
Ég kaupi margt af vörunum sem ég nota í skreytingar á netinu og ef ég finn linka að vörunum sem ég keypti set ég þá með.

Mér finnst fyrstu fjórir hlutirnir vera skyldueign fyrir allar dömur sem lakka á sér neglurnar, hinir hlutirnir eru notaðir til skreytingar á nöglum og mun ég útskýra í hvað ég nota hvern og einn hlut.

Naglabandaskafa (cuticle pusher)
Ég nota naglabandasköfuna til þess að þrýsta naglaböndunum upp þar sem það á til að vaxa fram á nöglina. Ef þetta er ekki gert og mikið er um naglabönd á nöglinni mun lakkið ekki ná góðri festu á nöglinni og byrja að flagna fljótt.
Naglabandasköfu ættuð þið að finna í öllum apótekum eða heildsölum.

Góða naglaþjöl
Alltaf gott að móta neglurnar með góðri þjöl, passið að hafa hana alls ekki of grófa.

Base coat
Grunnlakkið set ég undir litinn sem ég hef valið mér. fyrst og fremst set ég grunnlakkið svo liturinn liti ekki á mér neglurnar en uppáhaldsgrunnlakkið mitt er einnig með styrkingu til að sporna við því að þær brotni.

Top coat
Yfirlakkið set ég eftir að ég hef sett á neglurnar lit og skraut.

Dotting tooldotting 5

Þetta er það skreytingartól sem ég nota einna mest. hér eru blómaneglur sem ég gerði með dotting tool.

Skreytingapenslar
Ég skreyti mikið með penslum og nota aðallega mjög þunna pensla í það. Einnig nota ég pensil til þess að þrífa í kringum nöglina til þess að fá hreina og fína línu hjá naglaböndunum
Linkur á vöruna á netinu hér

Striping tape

mjæÖrþunnt límband sem er hægt að
nýta í allskonar skreytingar á neglur. Hér eru neglur þar sem ég gerði rendur með striping tape.
Linkur á vöruna á netinu hér

Water decals
Ég hef ekki sýnt ykkur hvernig á að nota Water decals en þetta eru einskonar tattú á neglurnar. sýni ykkur fljótlega hvernig ég nota þetta.
Myndirnar hér fyrir neðan sýna dæmi um Water decals á nöglum eftir mig.
Ég setti ekki inn link á vöru hér vegna þess að það er til endalaust að mynstrum og myndum svo þið getið bara farið inn á vefverslun og leitað að “Water decals for nails” og þá ættuð þið að finna endalaust af fallegu.

1979597_264479997089837_8445581820725192951_n10511117_262356360635534_7675673525889497436_n 10486195_275345302669973_6206034876118500542_n

Skrautsteinar
Ó skrautsteinar! ég elska smá bling á neglurnar og eru steinar tilvaldir í það. Ég nota þá í allskonar skreytingar. Hér sýni ég hvernig ég festi steinanna á neglurnar
Hér setti ég heldur ekki link þar sem steinarnir eru til í öllum stærðum og gerðum en varist þó að oft eru steinarnir sem seldir eru á netinu úr plasti og getið þið lesið ykkur frekar til um þá í færslunni sem sýnir hvernig skal festa steinanna á neglurnar.

Þetta eru naglaskreytingartólin sem ég get ekki verið án.
Ef það er eitthvað sem þið getið verið án endilega kommentið

Ég vona innilega að ykkur líki og ef þið ákveðið að prófa, endilega taggið mig á instagram #manicurelovericeland

XO

-Freyja María

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s