Rainbow nails #1

fsdfÉg sá fyrir löngu síðan í Kastljósinu viðtal við unga kanadíska konu sem var að gera og skreyta neglur og fannst þær æðislega flottar,   mundi svo ekki nafnið svo ég pældi ekkert meira í því.
Svo fyrir stuttu komst ég aftur í kynni við þessa ungu konu sem skreytir neglur eins og enginn sé morgundagurinn!
Catherine flutti til Íslands fyrir nokkrum árum þegar hún kynntist ástinni í lífi sínu og var í fyrstu hikandi hvort hún ætti að gera neglur á Íslandi þar sem hún vissi ekki hvort þær myndu falla í kramið hjá Íslendingum. Hún hefur heldur betur slegið í gegn með skreytingarnar sínar hér á landi og unnið til verðlauna fyrir best skreyttu neglurnar.
Instagramið hennar Catherine er #rainbownails_

1
2
4

Ég kíkti í vikunni til Catherine hjá Rainbow Nails  og hún skreytti á mér neglurnar með hinum og þessum skreytingum.

Við tókum myndir eftir hvert einasta skref og ég setti þær saman svo það sé einfalt fyrir ykkur að skreyta ykkar neglur með þessum krúttlegu myndum.

Fyrir allar skreytingar notar Catherine akrílmálningu með þunnum pensli, heitir “Orly instant artist” sem fæst því miður ekki hér á landi en við sem  ekki eigum svona getum notað þunnan pensil og hvaða akrílmálningu sem er.

lak-dlja-nejl-arta---orly-instant-artist-56815-2013072609580920130813-orly-instant-artist

 

 Fyrsta myndin sem ég ætla að sýna ykkur er hello kitty.

10806903_10152425176261053_1667674324_n
Ég vona innilega að ykkur líki og ef þið ákveðið að prófa, endilega taggið mig á instagram #manicurelovericeland

XO

-Freyja María

 

Advertisements

One thought on “Rainbow nails #1

  1. Pingback: Rainbow nails #2 – Snjókorn | manicure lover

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s