Coolcos naglalímmiðar

10815990_10152437902261053_1522502764_n

1

Ég fékk að prufa naglalímmiða frá Coolcos.
Mér fannst þetta mjög spennandi og öðruvísi þar sem ég hafði séð svona á netinu en aldrei prufað.

10581553_10152437952941053_1789959059_nHér sést flotti “holographic” glansinn á límmiðunum, naglaþjölin sem ég notaði til að stytta límmiðann, bufferinn og mjúki cuticle pusherinn

Þar sem ég hafði aldrei notað svona áður ákvað ég að fara algjörlega eftir leiðbeiningunum sem ég fékk hjá Helgu Karólínu og yndislegu mömmu hennar í Coolcos.
Ég byrjaði á því að þrýsta naglaböndunum niður og síðan renndi ég yfir nöglina með bómullarskífu með smá acetoni til þess að það væri örugglega engin olía á nöglinni. Næst notaði ég buffer, sem er mjög mjúk naglaþjöl, og renndi henni létt  yfir nöglina, þá er nöglin tilbúin til þess að setja límmiðana á.
Nú þarf aðeins að vanda sig og passa að mæla vel hvaða stærð passar. Það þarf að passa vel að límmiðinn nái frá annarri hliðinni og alveg yfir á hina en samt ekki velja of stóran því þá límist hann við húðina og getur byrjað að flettast frá nöglinni, svo er alltaf hægt að klippa þá til ef þarf 🙂

Ég byrjaði á því að nota plokkara til að halda í límmiðann en fannst svo betra að nota bara puttana og náði þannig betri stjórn á því hvar hann límist. Ef hann límist eitthvað skakkt er alltaf hægt að taka hann af og reyna aftur. þegar þið eruð búnar að koma honum fyrir neðst við naglabandið notaði ég mjúkan cuticle pusher (sjá mynd) til þess að þrýsta límmiðanum vel að og losna við loftbólur. Mér fannst best að byrja að þrýsta niður miðjunni og ýta loftinu út um hliðarnar. þar sem ég er með neglur í lengri kantinum og vel kúptar neglur þá fannst mér þeir krumpast svolítið við endann á nöglinni en eftir nokkrar tilraunir  (og smá rannsóknarvinnu á youtube) þá komst ég að því að ef ég hitaði límmiðann aðeins með hárblásara þá krumpaðist hann síður. Svo þegar ég var búin að líma allt niður böglaði ég límmiðann yfir nöglina og þjalaði hann af með sæmilega grófri þjöl og hann rifnar af.

10799584_10152437952931053_2090437061_n

Í þessu tilfelli gildir klárlega “æfingin skapar meistarann” það sem það tekur smá tíma að komast upp á lagið með að passa að það myndist ekki krumpur og misfellur.
Þetta er klárlega mjög sniðugt þegar mann vantar eitthvað fínt á neglurnar en hefur enganveginn tíma í það að lakka og bíða eftir því að þar þorni. þar sem það þarf ekkert yfirlakk eða neitt á þetta. Ég prófaði að setja yfirlakk á 2 neglur en það tekur fallega “hologram” glansinn af límmiðunum.
Svo þegar maður er tilbúin að taka þetta af þá pillar maður þetta bara af nöglunum.
Naglalímmiðarnir kosta 1.290 kr. og eru til tvær týpur eins og er en það er aldrei að vita hvort það komi ekki fleiri týpur!

Ekki gleyma að tagga mig á instagram ef þið ákveðið að prófa #manicurelovericeland

XO

-Freyja María

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s