Love Story naglalakk frá INGRID cosmetics

lls-paletka

Skellti mér í Krónuna, lindum um helgina þar sem það er tiltölulega nýbúið að opna snyrtivörudeild þar. Ég sá merki sem ég hafði ekki séð áður sem heitir INGRID cosmetics og sá naglalakka línu frá því merki sem heitir love story, litirnir eru allir pastel. ég keypti mér eitt fallega mintugrænt vegna þess að ég á engin mintugræn naglalökk (not).

Ég fann smá lýsingu á línunni á Ingrid cosmetics síðunni… hún hljómar svona:

We’ll tell you a story about the colors of love … with  Love Story by Ingrid nail polish. The nail polish are based on the highest quality formula that guarantees a perfect manicure for 7 days! Saturated shades combined with high gloss satisfy even the highest demands. A large, flat brush makes the product perfectly cover the nail surface with a single stroke. 

Engin smá loforð!

Ég byrjaði á því að fylgja naglarútínunni minni og eftir að ég set á mig grunnlakk set ég eina umferð af mintugræna lakkinu á neglurnar, eins og þið sjáið á myndinni hér fyrir neðan er lakkið mjög þunnt og kom frekar “flekkótt” út eftir fyrstu umferð. Ég beið eftir því að fyrri umferðin þornaði og setti þá næstu á, hún var einnig frekar ójöfn og “flekkótt” þó það sjáist illa á myndum. Ég ákvað að setja ekki aðra umferð yfir vegna þess að nöglin var nú þegar orðin frekar þykk þó svo ég hefði sett þunnar umferðir. Liturinn á nöglinni var heldur ekki eins og í flöskunni 😦 miklu grænna á nöglinni en í flöskunni.

10805053_10152445975086053_341806240_nNeglurnar eftir eina umferð af lakkinu

10818582_10152445975031053_606886085_n
Hér sjáum við neglurnar eftir tvær umferðir af lakkinu.
Sést ekki nógu vel hversu flekkóttar neglurnar eru né
hversu þykkar þær eru eftir aðeins tvær umferðir.

10808388_10152445974951053_543057074_n
Burstinn er langt því frá nógu breiður í það að þekja alla nöglina
í einni stroku eins og lofað var í lýsingu á lakkinu.

Burstinn er alls ekki nógu breiður í það að hylja alla nöglina með einni stroku og formúlan á lakkinu virðist langt því frá vera fullnægjandi fyrir hæstu kröfur. Ég tel mig nú vera frekar kröfuharða í sambandi við formúlur á lökkum og sérstaklega þegar fyrirtæki lofa svona miklu. Ég veit ekki hvort lakkið haldist fullkomið á nöglinni í 7 daga en ef þið hafið prófað megið þið endilega deila með mér hvernig ykkar reynsla var.

Munið eftir Instagraminu mínu #manicurelovericeland

XO
– Freyja María

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s