Mýtur um naglalökk! Satt eða ekki?

bad-nail-advice-myths

Ég var að skoða bloggið hjá All Lacquered up og rakst á færslu þar sem hún fer yfir mýtur sem allir hafa heyrt um naglalökk. Ég kannaðist við hverja einustu mýtu og varð að deila því með ykkur.


Mýta: Neglurnar þurfa að anda svo það er gott fyrir neglurnar að vera ekki með lakk á nöglunum

Er þetta satt? Nei! Um leið og neglurnar eru komnar fram yfir naglaböndin þá eru þær dauðar, rétt eins og hárið okkar. Nei, þær anda ekki.

Ráð: Ef neglurnar eru brothættar er einmitt gott að nota naglalakk sem styrkir þær, til dæmis styrkjandi base coat

store-nail-polish-refrigerator

Mýta: Ef þú geymir naglalökkin þín í ísskápnum kemur þú í veg fyrir að það verði þykkt og ónýtt.

Er það satt? Nei, þetta er í raun algjör óþarfi, hvort sem það er of mikill hiti eða of mikill kuldi (eins og í ísskáp) skemmir lökkin, þau verða of þykk og erfitt að vinna með þau.

Ráð: það er gott að geyma lökkin á stað þar sem sólargeislar skína ekki beint á, UV geislar brjóta niður litarefni og naglalökkin fara að skilja sig

nail-polish-thinner

Mýta: Notaðu naglalakkaeyði til þess að þynna naglalakkið ef það er of þykkt.

Er það satt? Nei, naglalakkaeyðir eyðir upp naglalakki rétt eins og orðið segir svo ef þú blandar því við lakkið þitt skemmir þú það bara meira

Ráð: Það eru til dropar í búðum og apótekum sem heita naglalakksþynnir, sem er notaður til þess að þynna naglalökk. Flaskan mun endast þér í langan tíma þar sem einungis þarf nokkra dropa í hverja flösku af naglalakki.
Auðvitað er best að passa að loka lökkunum alltaf vel og reyna að komast hjá því að nota efni til að þynna þau.

dry-nails-ice-bath

Mýta: Ef þú leggur hendurnar í bleyti í ísköldu vatni þegar þú ert búin að lakka þig þá þornar lakkið hraðar.

Er það satt? Naglalökk þurfa loft til þess að þorna, það að leggja hendurnar í bleyti í ísköldu vatni lengir bara tímann.

Ráð: Það eru til dropar sem láta lakkið þorna hraðar og einnig „fast drying top coat“ sem er yfirlakk sem inniheldur sama efni og droparnir.

Manst þú eftir slæmu ráði sem einhver hefur deilt með þér? Deildu því endilega með okkur.

 

XO
-Freyja
Um að gera að renna við á facebooksíðunni hér
eða instagram síðunni hér

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s