L’oréal infallible naglalökk

11009069_10152626579581053_1743833815_nÉg fékk að prófa lökk frá L’oréal sem heita Infallible. Markmiðið hjá L’oréal Paris var að gera lökk sem líkjast gellökkun en án þess að þurfa Led eða Uv lampa til að herða.

Það fyrsta sem ég tók eftir var að það er eitt litað lakk og eitt yfirlakk. sum yfirlökk eru með örlitlum lit í, eins og þrjú neðstu á myndinni hér fyrir ofan.

Ég velti tvennu fyrir mér áður en ég prófaði;
–  Hvernig ætlaði ég að geyma lökkin, ekki gat ég geymt þau í hillu með hinum þar sem þau væri allt of há.
–  Einnig var ég viss um að það yrði óþægilegt að lakka neglurnar með heilt naglalakk fast við hinn endann.

En svo er ekki, það er einfaldlega hægt að losa lökkin frá svarta miðjustykkinu og þá er einfaldara geyma þau með hinum lökkunum og þá líta þau alveg eins út og venjulegu L’oreal lökkin.

Eins og Meistari Tom Bachik sýnir okkur í videoinu hér fyrir ofan þá á að setja tvær þunnar umferðir af litaða lakkinu og svo yfirlakkið.
picture_client_format_7_aaa291picture_client_format_7_adda5c

Hér fyrir neðan sjáið þið myndir þar sem ég prófa:

11004454_10152626580086053_1245131797_n   11007699_10152626580046053_1105053707_n  
Petale Revival; vinstra meginn eru tvær umferðir af litnum og hægra meginn með yfirlakkinu
10997092_10152626580016053_1340138110_n   11004361_10152626579966053_1704587152_n
Irresistible bonbon
11004353_10152626579926053_883866175_n   11004867_10152626579886053_438796672_n
Fuschia for life
11007656_10152626579816053_313209136_n
Forever burgundy (hér gleymdi ég að taka mynd bara með lakkinu)
11008910_10152626579786053_833037722_n   10957492_10152626579776053_1027405814_n
Gris eternel
11012337_10152626579726053_268815000_n   10994757_10152626579701053_266093470_n
Timeless taupe

Áferðin og formúlan í lakkinu er frábær! Þegar ég var að lakka mig með þeim leið mér eins og ég væri að nota lakk frá rándýru merki. Einnig er pensillinn algerlega fullkominn! Myndin hér fyrir ofan þar sem rauði bakgrunnurinn er sýnir ekki hve frábærlega breiður pensillinn er. Ég næ akkurat einni stroku yfir allan litla putta hjá mér.
Lakkið þornar á ljóshraða! Ég lakkaði eina umferð yfir allt og þegar ég var búin var fyrsta nöglin orðin þurr.
Mér fannst tveir ljósustu litirnir kannski aðeins þynnri en hinir en  vel hægt að bæta við þriðju umferð af lit á þá og þá ætti allt að vera jafnt og fínt.
Ég veit ekki hvort það er mikill munur á myndunum en það er svo sannarlega munur eftir að maður setur á yfirlakkið. Neglurnar glansa virkilega mikið.
Í línunni eru samtals 15 litir og ég hlakka til að prófa fleiri liti!

10979362_10152626579646053_884635454_n
Hér er einföld skreyting sem ég gerði yfir eternel gris
Á baugfingur notaði ég water decals sem ég sýni hvernig á að nota hér og á vísifingur smá skraut með gylltu lakki

Eina sem mér finnst er að það þyrfti ekkert endilega að fylgja yfirlakk með hverjum lit þar sem maður mun koma til með að sitja uppi með yfirlökk eftir að liturinn er búin (þó ég muni pottþétt nota yfirlökkin yfir önnur lökk líka).
En hvort maður þurfi jafn mörg yfirlökk og liti er spurning?!
Yfir allt finnst mér þetta vera frábær lökk!

XO
-Freyja

Um að gera að renna við á facebooksíðunni hér
eða instagram síðunni hér

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s