Sally Hansen – Miracle gel – Hvað endist það lengi á nöglunum?

54c6b4c012852_-_hbz-gel-sally-hansen Ég sá fyrir löngu á youtube að skvísurnar í Bandaríkjunum voru að sýna nýtt lakk frá Sally Hansen sem á að virka eins og gel lakk án þess að þurfa uv eða led lampa. Mér fannst þetta virkilega spennandi en steingleymdi að kaupa mér í Bandaríkjunum þegar ég var þar um jólin. Fyrir rúmri viku var ég ákveðin í að panta mér á ebay eitt lakk og yfirlakkið sem fylgir en ákvað að kíkja inn á síðuna hjá Sally Hansen á Íslandi og sá að þau voru akkurat að lenda á Íslandi! þvílík hamingja! Ég fékk að prufa 2 liti; Pinky Promise sem er ljós bleikur og Wine Stock sem er djúpur burgundy rauður litur. Ég var forvitin að athuga hvort þetta endist  jafn lengi og þau segja á nöglunum svo ég lakkaði mig í dag og mun svo segja ykkur frá því eftir hvern dag hvernig það er að endast. Fyrirækið segir reyndar að lakkið eigi að endast í allt að 14 daga en ekki að það endist í 14 daga sem mér finnst áhugavert.

Lökkin fást á sölustöðum Sally Hansen, til dæmis, Lyfju, Lyf og heilsa og Hagkaup

Mér fannst ansi erfitt að finna upplýsingar um hvernig ætti að nota þetta lakk, það eru engar leiðbeiningar sem fylgja með lakkinu, það stendur “Step 1” á litnum og “Step 2” á yfirlakkinu en ég var í vafa um það hvort ég ætti að setja base coat undir eða ekki, ég ákvað að sleppa því. Ég vona innilega að neglurnar mínar litist ekkert 🙂 Ég rakst svo á þetta video sem ég set hér fyrir neðan og þar stendur að það þurfi ekki að setja base coat.

Hér fyrir neðan eru myndir af litunum sem ég valdi mér: Pinky Promise: 10872287_10152652177171053_645540656_n Á myndinni hér fyrir ofan er ég með eina umferð af lakkinu og er augljóst að þetta lakk þarf tvær umferðir af lakkinu, en ég var svosem alveg að búast við því svo það er ekkert til að kvarta yfir. 11016529_10152652177251053_889351948_n Hér er ég með tvær umferðir af lakkinu og á litla putta, baugfingri og löngutöng er ég einnig með yfirlakkið á. Er ekki viss hversu vel það sést á myndinni en liturinn verður fallegri og glansar mun meira þegar yfirlakkið er komið á. 11042215_10152652177351053_716333323_n Hér eru neglurnar svo allar með tveimur umferðum af Pinky Promise og ein umferð af yfirlakkinu. Næst þegar ég nota þetta lakk mun ég klárlega lakka þrjár þunnar umferðir frekar en tvær til að liturinn verði aðeins jafnari. Wine Stock: 11039585_10152652177421053_1278541823_n Hér var mér ansi brugðið! Ein umferð af litnum komin á og liturinn mjög ójafn og töluvert ljósari en í flöskunni. 11026395_10152652177456053_269139166_n Hér eru komnar tvær umferðir á alla puttana og yfirlakk á allar nema vísifingur Liturinn er klárlega búinn að jafnast út en þó ekki alveg eins og ég myndi vilja hafa hann. Ég hugsa samt að hann yrði aðeins jafnari ef ég myndi lakka þrjár örlítið þynnri umferðir frekar en tvær ögn þykkari. 11047156_10152652177481053_1299458885_n Hér eru neglurnar tilbúnar! Mér finnst breyta miklu að setja yfirlakkið yfir, kemur meiri “fylling” í neglurnar, eins og þegar maður fer í gellökkun.
Ég ætla að halda litnum Wine Stock á nöglunum næstu viku og athuga hvernig hann heldur sér.
Hlakka til að uppfæra

-Ásetning 1. mars-

-Dagur 2-
Naglalakkið er óaðfinnanlegt alveg eins og þegar ég setti það á mig.

-Dagur 3-
Naglalakkið er enn í fullkomnu standi.

-Dagur 4-
Naglalakkið er enn í fullkomni ástandi og er ég virkilega ánægð með það!
Ég reyndar skar í nöglina mína þegar ég var að undirbúa kvöldmatinn í kvöld svo það er komin góð rispa í lakkið

-Dagur 5-
Nú er ég örlítið farin að sjá á naglalakkinu aðallega á vísifingri vinstri handar eins og þið sjáið á myndinni.
Einnig er örlítið farið að sjást á endum naglanna. Lakkið er enn mjög glansandi og ég mun halda því á nöglunum mínum þar til það er farið að sjá verulega á því.
11040131_10152661556576053_1459198179_n

-Dagur 9-
Ég hef ekkert uppfært vegna þess að lakkið er búið að halda sér mjög svipað síðan ég uppfærði síðast. Lakkið er búið að halda sér virkilega vel að mínu mati! núna er mest farið að sjá á því á þumli og vísifingri vinstri handar og örlítið á vísifingri og löngutöng hægri handar. Ég hugsa að ég haldi lakkinu á nöglunum aðeins lengur en ég veit ekki hvenær er kominn tími til að taka það af.

-Dagur 10-
Í dag var kominn tími á að taka lakkið af og því finnst mér endingin virkilega góð!
10 dagar á nöglunum er mjög góð miðað við flest önnur lökk.
Ég mæli með lakkinu en minni á að fyrri umferð fer á mjög flekkótt en allt lagast við aðra umferð eða jafnvel þriðju ef þú lakkar mjög þunnar umferðir.

XO

-Freyja

Um að gera að renna við á facebooksíðunni hér eða instagram síðunni hér

p.s. Burstinn er auðvitað til fyrirmyndar eins og á öllum Sally Hansen lökkum.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s