High end naglalakk sem er ekki þess virði?!

nail-polish-humorÉg ákvað að leyfa mér að kaupa lakk sem mér fannst ofboðslega fallegt rétt eftir áramót og hafði ekki notað það fyrr en núna. Ég gerði smá dekurkvöld í gær og setti á mig andlitsmaska og puntaði á mér neglurnar. Tók fram nýja Christian Dior naglalakkið í litnum Tra-la-la og setti það á neglurnar. Eftir tvær umferðir var lakkið enn mjög ójafnt og ekki eins litsterkt og ég vildi hafa það (ég sá enn í nöglina undir lakkinu). Ég bætti því við þriðju umferð en þá datt smá svart hár af burstanum og á miðja nöglina, ég reyndi að bjarga því en það gekk ekkert of vel. Í morgun tók ég svo eftir því að á tveimur nöglum eru loftbólur sem þýðir að umferðin undir hefur ekki fengið nægan tíma til að þorna þó svo að ég hafi gefið þessu nægan tíma. Ég var frekar svekkt vegna þess að þetta er með dýrari lökkum sem ég á og fannst því ofboðslega leiðinlegt að það hafi ekki verið betra en svo. Liturinn er einstaklega fallegur baby bleikur en þetta naglalakk mun ég ekki koma til með að nota aftur 😦 Hér fyrir neðan koma myndir. 11042034_10152671475601053_528611290_n Hér fyrir ofan er lakkið eftir 2 umferðir og ég er ekki viss um að þið sjáið nógu vel hversu “streaky” lakkið er og eins hversu lítið þekjandi það er… Mér finnst ekki fallegt að það sjáist í nöglina undir eins og þarna. 11045716_10152671475576053_1340792533_o Hér bætti ég við þriðju umferð eftir að allt var orðið þurrt og samt komu þessar bubblur.

Ég reyndi að gera það besta úr þessu og teiknaði litla ísa á neglurnar…
Langar ekki alla í ís?
Hafið þið sömu reynslu af þessum lökkum?

XO

-Freyja

Um að gera að renna við á facebooksíðunni hér eða instagram síðunni hér

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s