Ný lúxusvara! Draumur í dós!

11039551_10152700151306053_274965845_n

Eins og ég hef sagt ykkur milljón sinnum var ég í Bandaríkjunum rétt eftir áramót og verslaði mér hitt og þetta!
Ég var á röltinu í einu af outlet-mollunum og var plötuð í að prófa skrúbb.
Sölukonan setti eins og krónustærð af skrúbbnum í hendurnar á okkur skötuhjúunum og sagði okkur að nudda þessu vel á hendurnar. Á meðan hélt hún ótrúlega söluræðu; að þetta væri alger töfraskrúbbur, að hendurnar myndu haldast svona mjúkar í 5-7 daga. Svo skolaði hún á okkur hendurnar og bar á okkur body butter og sagði að þetta tvennt saman væri fullkomið kombó.

Hendurnar voru SILKIMJÚKAR! ég passa vel upp á hendurnar mínar  en jii ég hafði aaaldrei komið við jafn mjúkar hendur! (ég veit að þetta er skrúbbur fyrir allan líkaman en ég sé fram á að þetta klárist allt of hratt ef ég nota þetta á allan líkaman svo ég hugsa að ég komi aðeins til með að nota þetta fyrir hendurnar)
Hún var lööööngu búin að selja mér þetta…
en svo kom stóra spurningin;
Ég: Hvað kostar þetta?
Sölukonan: 130$ (sem eru tæplega 18.000 krónur!!!) fyrir sitthvora dolluna svo samtals 260$

Ég átti ekki orð!
Sölukonan sagði þá að hún væri tilbúin að selja okkur bæði á 200$
Ég var ekki að fara að eyða 200$ í tvær dollur af jukki á hendurnar, ekki séns
Sölukonan bauð okkur síðan að kaupa báðar dósirnar á 130$ (hún var semsagt tilbúin að gefa okkur 50% afslátt!)
Úff það var mjög freistandi en kærastinn minn hristi enn hausinn og sagði að það væri ekki séns.
Við ákváðum að þetta væri aaaaðeins of dýrt þá löbbuðum við í burtu en hún kallaði í okkur og bauð mér að kaupa aðra dolluna á 50$ ég gat ekki sagt nei við þessu tilboði og valdi mér skrúbbinn.

Ég labbaði því burt með tæplega 7.000 króna skrúbb í ótrúlega fansí poka og ofboðslega mjúkar hendur.

Ég hálf skammaðist mín fyrir að hafa eytt svona miklu í skrúbb en án djóks héldust hendurnar mínar mjúkar í viku.

Ég var fyrst að opna mína dollu í gærkvöldi eftir 3 mánuði! Ég er ekki enn að ná því að hann kosti tæpar 18.000kr eeen… fyrst hann er mættur heim til mín er um að gera að nota hann!

Ég mæli alveg klááárlega með honum enda er Predire Paris toppurinn á húðvörum!
Myndi ég kaupa hann aftur?
Já pottþétt þegar ég er orðin milljónamæringur!

Ef þið eruð að pæla í að kaupa hann þá getið þið pantað hann hér.

Ég er ótrúlega forvitin að vita hvaða vara er sú dýrasta sem þið hafið keypt og finnst alveg frábær 

XO

-Freyja

Um að gera að renna við á facebooksíðunni hér eða instagram síðunni hér.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s