Gay Pride neglur!

11721800_10152967996701053_501136666_n Jæja skvísur, nú fer að styttast í Gay Pride. Er þá ekki tilvalið að vera með regnboganeglur?!
Hér kemur mín fyrsta tillaga að regnaboganöglum og ég ákvað að taka skref fyrir skref myndir;
Ég ákvað að nota L’oreal naglalökk vegna þess að litaúrvalið er endalaust!

Þar sem við þurfum að líma naglalímband á neglurnar ákvað ég að lakka neglurnar mínar hvítar kvöldið áður en ég skreytti þær, bara svo þær yrðu örugglega þurrar þegar ég setti límbandið á.
Næst skipti ég nöglinni í 6 jafnstóra hluta með límbandinu og þrýsti því vel niður.
Eftir það byrjaði fjörið!11221122
Ég tók mest allt lakkið af burstanum svo það myndi ekki flæða yfir í næsta hluta.

Röðin á litunum (með númerum á naglalökkunum) er svona:
–  Rauður (304)
–  Appelsínugulur (303)
–  Gulur (834)
–  Grænn (612)
–  Blár (611)
–  Fjólublár (133)

Um leið og ég var búin að lakka tók ég límbandið af, það er mun auðveldara að taka það af áður en lakkið þornar. Næst leyfði ég litunum að þorna vel og setti svo yfirlakk yfir til að fá fallegan glans á neglurnar.

Hér er svo lokaútkoman:

Ég vona innilega að ykkur hafi líkað þessi litaglaða færsla!
Þetta er klárlega ekki síðasta litaglaða færslan fyrir Gay pride!

XO

-Freyja

Takk fyrir að líta við á blogginu mínu og endilega followið á instagram Ef þið ákveðið að gera svona neglur á ykkur endilega notið #manicurelovericeland
Mér finnst alveg  ofboðslega gaman að sjá ykkar útfærslur af nöglunum mínum!

*Hluta af naglalökkunum fékk ég send sem sýnishorn.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s