ILNP – Mona Lisa

3

Ég varð ótrúlega spennt þegar Heiðdís Austfjörð hjá haustfjörð.is tilkynnti á snappinu (haustfjord.is) að hún væri að fá naglalökk, hún sýndi þar nokkra liti og ég kveikti strax hvaða merki það væri sem hún væri að taka inn.

Ég hafði séð ótrúlega mikið af I Love Nail Polish á netinu og hlakkaði mikið til að fá loksins að prófa.

Litirnir eru allir einstakir hjá þessu merki, þeir eru flestir holographic en það eru nokkrir duochrome og nokkrir flakies (ég mun koma til með að sýna ykkur flakies lakk og hvað það er á næstu dögum).
Ég átti sjúklega erfitt með að velja mér lit og endaði á því að velja mér Mona lisa, sem er brúnt ultra-holographic naglalakk.

Ég byrjaði á því að setja mitt vanalega base coat á neglurnar og svo setti ég eina umferð af Mona lisa lakkinu, það var ekki nógu þekjandi í einni umferð svo ég bætti annari umferð á. Liturinn varð alveg þekjandi í seinni umferðinni og var alls ekki lengi að þorna.

Ég var með lakkið á nöglunum í þrjá daga og var það nákvæmlega eins á degi þrjú og þegar ég setti það á neglurnar, virkilega fallegt naglalakk sem ég mun klárlega vera dugleg að nota.

XO

-Freyja

Takk fyrir að líta við á blogginu mínu og endilega followið á instagram
Ef þið ákveðið að gera svona neglur á ykkur endilega notið #manicurelovericeland
Mér finnst alveg  ofboðslega gaman að sjá ykkar útfærslur af nöglunum mínum.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s