1 Seconde nail enamel

Mig langaði rosalega að prófa naglalakk frá Bourjois sem heitir “1 Seconde nail enamel” sem á að vera með sílíkon/gel áferð, ég valdi litinn “Green fizz”.

Eins og nafnið “1 Seconde” á aðeins að taka eina sekúndu að lakka alla nöglina. Aftan á flöskunni stendur einnig að lakkið eigi að þorna á aðeins fimmtíu sekúndum, það finnst mér alveg magnað! Hver hefur ekki lent í því að vera búin að lakka allar neglurnar og bíða í (að manni finnst) heila eilífð eftir því að þetta blessaða lakk þorni og reka svo puttann í og það kemur “skemmd” í lakkið? Ef þú kæri lesandi hefur ekki lent í því þá segi ég bara R-E-S-P-E-C-T!
Mér finnst mjög gaman að prófa naglalökk sem eru með svona miklar yfirlýsingar um lakkið, hvort sem það er; hvað það á að endast lengi?, hversu langan tíma það á að taka að þorna? eða hversu fljótur maður á að vera að lakka hverja nögl?

Mig langar að leyfa ykkur að fylgjast með frá því ég set það á mig og þar til ég fjarlægi það þegar það fer að sjást á því.

-Ásetning-
Þriðjudagur, 23. september 2014

Ég byrja á því að fylgja skrefum 1-5 í naglarútínunni minni en hana getið þið séð hér.
Næst lakka ég eina umferð af “Green fizz, það fyrsta sem ég tek eftir er að pensillinn á lakkinu er mjög breiður og með rúnaðan enda, þetta á víst að tryggja það að það taki okkur aðeins eina sekúndu að lakka nöglina.
Ég tel mig vera frekar sjóaða í að lakka neglur en það tekur mig örlítið meira en sekúndu að lakka hverja nögl. Ég tek líka strax eftir því að það eru bubblur í lakkinu, ég veit að þær eru ekki eftir það að  ég hafi hrist það því það geri ég aldrei, ég sný lakkinu nokkrum sinnum milli handanna.
Þegar ég klára að lakka báðar hendur er augljóst að ein umferð er ekki nóg, ég ákveð að hinkra í fimmtíu sekúndur sem það á að taka fyrir naglalakkið að þorna en það er ekki þurrt eftir þann tíma svo ég gef því nokkrar mínútur til viðbótar áður en ég skelli annarri umferð á.

Hér sjást neglurnar mínar með einni umferð af lakkinu.

Þegar önnur umferð er komin á er allt eins og það á að vera, að minnsta kosti í einhvern tíma, þar til ég fer að sjá bubblur myndast í naglalakkinu, ég náði ekki að taka mynd af þeim en ég er nokkuð viss um að þær komu vegna þess að fyrri umferðin var ekki orðin nógu þurr, en samkvæmt pakkningunni hefðu þær átt að vera vel þurrar og rúmlega það.
Þegar hingað var komið var ég ekki alveg viss hvort ég ætti að setja top coat yfir þar sem þetta er með sílíkon/gel áferð en ég leitaði aðeins á veraldarvefnum góða og á Bourjois síðunni stendur að gott sé að nota top coat til þess að neglurnar verði “ultra glossy” eða súper glansandi.


Hér sés hvernig lakkið er eftir tvær umferðir, ótrúlega glansandi og flott fyrir utan bubblurnar sem eru byrjaðar að myndast (þær sjást lítið á myndinni, eini staðurinn þar sem ber örlítið á þeim er á löngutöng hægra megin —>)
Hér eru báðar hendur komnar með glansandi yfirlakk.

-Dagur 1-
Miðvikudagur, 24. september 2014

Naglalakkið hefur haldið sér vel og er eins og í gærkvöldi þegar ég setti það á neglurnar. Bubblurnar í lakkinu trufla mig örlítið en það ætti að vera  hægt að laga ef maður bíður lengur milli umferða.

Ég næ ekki að taka nógu góða mynd þar sem bubblurnar sjást mjög vel en hér er besta myndin sem ég næ að taka. En eins og þið sjáið þá er lakkið að halda sér mjög vel á nöglunum.

-Dagur 2-
Fimmtudagur, 25. september

Lakkið hefur haldið sér þokkalega, ég sé einn stað þar sem aðeins er farið að brotna upp úr lakkinu, á vísifingri hægri handar.
Enn sem komið er er ég nokkuð sátt við endinguna og gæti vel verið að ég hafi rekið puttann í og því hafi byrjað að brotna aðeins upp úr. Hér fyrir neðan er  mynd af hægri hendi og þar sést í brotið en eins og ég segi er þetta pínulítið og sést ekki neitt nema maður skoði þær vel.
Ég sá ekki ástæðu til að taka mynd af vinstri þar lakkið þar er í fullkomnu ástandi (fyrir utan bubblurnar sem við ræddum hér fyrir ofan).

-Dagur 3-
Föstudagur, 26. september

Naglalakkið er nákvæmlega eins og í gær. Mér finnst nokkuð gott að það hefur ekki brotnað meira upp úr pínulitla brotinu á vísifingri hægri handar og er bara nokkuð “impressed”!
Sé enga ástæðu til þess að setja inn aðra mynd þar sem staðan hefur ekki breyst.

-Dagur 4-
Laugardagur, 27. september

Naglalakkið er nákvæmlega eins og í gær.

-Dagur 5-
Sunnudagur, 28. september

Í dag fór svo sannarlega að sjá á lakkinu,  eins og þið sjáið á myndinni hér fyrir neðan er eins og lakkið “brotni” þegar nöglin fær smá álag á sig, ég hef nú samt ekki verið að vinna neina erfiðisvinnu þar sem neglrunar fá að finna fyrir því.
Ég hugsa að ég leyfi lakkinu að vera út morgundaginn og svo fjarlægi ég það.
Það er enn nokkuð fjarskafallegt og ég hugsa að fæstir taki eftir þessum “brotum” í lakkinu nema við sjálfar.


Afsakið hvað húðin í kringum neglurnar lítur illa út ég þurfti að hækka vel í “sharpness” svo þið sæjuð vel brotin í lakkinu.

-Dagur 6-
Mánudagur, 29. september

Lakkið hélt sér alveg eins út daginn en ég ákvað að fjarlægja það þar sem brotin og bubblurnar voru að trufla mig.

Mér finnst lakkið vera nokkuð gott og ég mun klárlega nota það aftur. þó það hafi verið farið að sjá á því fannst mér það allt í lagi þar sem ég skipti ört um lakk og þarf ég ekki lengri endingartíma en þetta.
Næst mun ég passa að bíða lengur milli umferða og leyfa lakkinu að þorna vel og þá ættu bubblurnar ekki að láta sjá sig.

XO
-Freyja María

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s